Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF
Leikdagur: Þriðjudagurinn 6. mars 2018
Golfvöllur: Vistabella-völlur – Vallargjöld 41€ (innif. golfbíll)
Veður: Nú brá til hins betra, sólin skein og logn um morguninn, hiti 10°, en hægur vindur þegar leið á daginn og fór hitinn upp í 17°.
Mætt til leiks: Aðalsteinn Guðnason, Eyjólfur Sigurðsson, Bergur Sigmundsson, Jenny Johansen, Guðmundur Þ. Agnarsson, Jóhannes Jónsson, Helga Emilsdóttir, Sigurður Ananíasson, Emelía Gústafsdóttir, Jón R. Antonsson, Pétur Gíslason, Skarphéðinn Sigursteinsson, Halldór Jóel Ingvason, Símon Páll Aðalsteinsson, Laila Ingvarsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Hilmar Harðarson, Hans B. Guðmundsson, Viðar Marel Jóhannsson, Ásta K. Jónsdóttir, Bergsveinn Símonarson, Ólafur Ingi Friðriksson, Þuríður Jóhannsdóttir, Sigrún B. Magnúsdóttir, Skúli Sigurðsson, Jóhanna Guðnadóttir og Níels Karlsson. – GESTIR: Guðrún Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson, Óskar Þ. Sigurðsson, Pétur Elíasson og Petrína Ágústsdóttir.
Golfið: Ræsir var Níels Karlsson og gekk vel að koma ráshópunum af stað. Spilað var ,,Texas Scramble‘‘ og hafði nýkjörin mótanefnd lagt það til og valdi hún ,,pörin‘‘ með tilliti til forgjafar viðkomandi. Tveir síðustu ráshóparnir urðu fyrir nokkrum töfum vegna inngrips eins vallarvarðarins, en hann taldi að það myndi flýta fyrir að láta hópana sleppa braut og koma síðan í lokin og spila þá braut sem hlaupið hafði verið yfir. Þetta reyndist í raun aðeins skapa seinkun en ekki flýta golfinu eins og vallarvörður ætlaði að gera. – Formaður kvartaði við vallarstjórn og var lofað að þetta kæmi ekki fyrir aftur. – Mótanefnd 2018 hefur tekið yfir störf vegna undirbúnings leikdaga og er því nýtt fólk í ýmsum störfum á vegum nefndarinnar.
Úrslit: Eftirtalin pör urðu efst í ,,Texas Scramble‘‘. Í fyrsta sæti varð parið Laila Ingvarsdóttir/Guðrún Guðmundsdóttir á 68 höggum, í öðru sæti varð parið Emelía Gústafsdóttir/Jón R. Antonsson, einnig á 68 höggum. Í þriðja sæti varð parið Óskar Þ. Sigurðsson/Gunnlaugur Ragnarsson á 70 höggum.
Nýr félagi: Formaður Eyjólfur Sigurðsson stjórnaði inntöku nýs félaga Hilmars Harðarsonar, afhenti honum félagsskírteini og bauð hann velkominn fyrir hönd klúbbfélaga.
Vorferðin til Mojacar – Formaður skýrði frá hvernig skráning gengi í ferðina. Alls hafa 49 félagar og makar þegar skráð sig, þar af 41 í golf. Skráðir eru 19 gestir þar af hafa 4 skráð sig til þátttöku í golfi ef félagar fylla ekki kvótann. Forgangstími til skráningar fyrir félaga rennur út 15. mars. Skráningu skal tilkynna til Eyjólfs eyjsig@simnet.is. Næsta þriðjudag hefst innheimta á greiðslum fyrir vorferðina – Gjaldið er 200€ fyrir félaga í tveggjamanna herbergi og 150€ fyrir einstakling í eins manns herbergi. – Gjaldkeri Örlygur Geirsson sér um innheimtuna.
Golf utan venjulegra leikdaga – Eins og kunnugt er þá samdi Teigur við Vistabella-völlinn um teiggjöld fyrir félaga þegar leikið er utan skipulagðra leikdaga. Framvegis geta félagar ekki notfært sér þann rétt nema gegn framvísun félagsskírteina sem gilda fyrir starfsárið 2018. Teiggjald fyrir tvo á golfbíl í mars og apríl eru 89€ fyrir 18 holur. Fyrir 9 holur á golfbíl 70€.
Árgjöld – Við minnum félaga á að greiða árgjöld sín nú þegar til að þeir haldi fullum réttindum. Um innheimtu félagsgjalda frá og með 13. mars sér Örlygur Geirsson, gjaldkeri.
Næsti leikdagur – Þriðjudagurinn 13. mars er næsti leikdagur Teigs. Skráning er hafin og sér annar félagi en áður um skráninguna framvegis, það er Bergsveinn Símonarson sem hefur tekið þetta að sér. Sendið honum tölvupóst bergsveinn45@gmail.com til að tryggja ykkur skráningu.
El Valle 7. mars 2018
Eyjólfur Sigurðsson, formaður