Ársskýrsla 2022
Golfklúbburinn Teigur
Ársskýrsla
Starfsárið 2022
Golfklúbburinn Teigur verður 12 ára í byrjun febrúar á næsta ári. Ef litið er til baka þá er þetta þegar orðin merkileg saga. Átta manna hópur sem hafði spilað saman um hríð á litlum golfvelli í Murcia-héraði, La Tercia ræddi saman um þann möguleika að stofna golfklúbb. Það var þá þegar ljóst að mikill fjöldi íslendinga hafði áhuga á golfi og lagði leið sína til suður Spánar. Áttum við að bregðast við því og gefa fleirum tækifæri á að slást í hópinn, eða halda okkar striki og vera áfram lítill kunningjahópur.
Niðurstaðan varð sú, að gefa fleirum tækifæri en fara hægt í sakirnar. Ákveðið var að láta fréttast að fleiri gætu fengið tækifæri á þátttðku. Við ákváðum að stefna á að halda fyrsta formlega aðalfundinn og kjósa stjórn í nóvember 2011. Fram að þeim tíma skildi einn maður vera í forustu og nefnast formaður. Hlutverk hans var að búa til umgjörð um hópinn, skrifa starfsreglur og semja um leikdaga. Hann hafði heimild til þess að fá aðra til liðs við sig eftir þörfum.
Fyrsti aðalfundur var haldinn í nóvember og voru þar samþykktar starfsreglur klúbbsins og kosin þriggja manna stjórn. Félagar ræddu næstu framtíð og var lögð áhersla á að fara hægt í sakirnar og halda fast utan um hópinn. Þannig var lagður grunnur að starfi Teigs. Við spiluðum á nokkrum völlum í Murcia-héraði fyrir utan Tercia-völlinn. Má nefna Corvera, Mosa, La Torre og Peralaja. Það er svo merkilegt að flestir þessara valla fóru á hausinn á meðan við spiluðum á þeim. Okkur verður ekki kennt um það því við komum til þeirra með viðskipti vikulega og stundum oftar.
Vistabella völlurinn hefur verið okkar heimavöllur síðustu árin og samstarfið í heildina gengið nokkuð vel. Það er mikil ásókn á völlinn og ekki síst frá skipulögðum hópum. Það er því mikilvægt að rækta sambandið við vallarstjórn og halda stöðu okkar hér.
Fjölgun – Teigur er nú orðinn yfir hundrað manna klúbbur og margir eru á biðlista. Stjórn klúbbsins er sífellt að ræða stöðuna og hvernig hægt er að bregðast við þessari ásókn. Þegar litið er yfir félagatalið er ljóst að hópur fólks hefur óskað eftir aðild og fengið inngöngu en hafa síðan lítið eða ekkert tekið þátt í starfi klúbbsins. Eftir nokkrar umræður og bollaleggingar hefur verið ákveðið að fjölga enn í klúbbnum og láta það afskiptalaust þó nokkrir skráðir félagar séu ekki virkir og láta þá halda félagsaðild sinni meðan þeir greiða gjöld til klúbbsins. Stjórnartillaga verður lögð fyrir fundinn um að fjölga í klúbbnum upp í töluna 130. Það skal gerast í áföngum. Klúbburinn hefur fengið samning um fjðlgun rástíma sem mætir þessari fjölgun að nokkru leiti. Engu að síður verða félagar að gera sér grein fyrir því að fjölgun getur þýtt að ekki komast allir félagar að á venjulegum leikdögum. Við verðum að geta tekið því.
Forgjafir o.fl. – Mikil umræða hefur farið fram á meðal félaga um forgjafir einstaklinga í hópnum og sýnast vera margar skoðanir í umræðunni. Stjórn klúbbsins hefur margsinnis rætt málið og skipaði nefnd til að skoða stöðuna og mun nefndin skila niðurstöðum um könnun sína hér á fundinum.
Samningar við Vistabella – Samningur um leikdaga og fjölda ráshópa liggur fyrir og fjölgar rástímum sem klúbburinn fær til ráðstöfunar. Við verðum hinsvegar að taka á okkur þá breytingu að við munum leika á mánudögum starfsárið 2023, en alltaf á sama tíma kl. 10.00. Síðan verður boðið upp á aðra leikdaga utan mótaraðar þar sem brotið er upp hið hefðbundna leikform. Nánari útfærsla verður kynnt hér á fundinum.
Útreikningar skorkorta – Það hefur ekki farið framhjá neinum að útreikningur skorkorta í lok leikdags er tímafrek vinna og getur tekið það langan tíma að margir þátttakendur eru farnir þegar úrslit eru birt. Stjórn klúbbsins hefur skoðað möguleika á öðrum og fljótari leiðum sem mundu hugsanlega flýta niðurstöðum. Áfram er unnið í þeim málum og vonandi lausnir ekki langt undan.
Mojacar, vor og haust – Þessar árlegu ferðir og golfmót eru mjög vinsælar á meðal félaga. Við höfum komið hingað í mörg ár og alltaf eru þátttakendur ánægðir með dvölina. Engu að síður hefur verið rætt hvort aðrir staðir komi til greina. Sérstaklega er þetta erfitt fyrir haustferðina þegar mörg hotel á staðnum loka yfir veturinn og það stundum án mikils fyrirvara eins og gerðist nú í haust. Stjórn klúbbsins mun skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Golfbolir – Stjórn klúbbsins ákvað sl. vor að fjárfesta í golfbolfum fyrir alla félagsmenn. Fyrsti hluti afhendingar fór fram í Mojacar í apríl og var almenn ánægja með bolina. Nú á haustdögum var haldið áfram að dreyfa bolum til félaga og er nú búið að afhenda um 80 félögum boli.
Sameiginlegir kvöldverðir – Fyrsti sameiginlegi kvöldverður félaga á vegum klúbbsins var haldinn á veitingastaðnum New Hong Kong og mættu yfir 6o manns. Þetta var síðan endurtekið nú í haust og haldið á veitingastaðnum Banana Tree og mættu tæplega 70 manns. Báðir þessir viðburðir tókust mjög vel og var almennt talað um að við ættum að halda þessu áfram. Þessar samkomur eru nauðsynlegar til að efla kynni á meðal félaga en það styrkir allt starf klúbbsins.
Sumarmót klúbbsins – S.l. sumar hélt klúbburinn árlegt mót á golfvellinum í Grindavík. Tókst framkvæmd mótsins vel að undanteknu veðrinu sem var okkur afar óhagstætt. Þessi hefð að halda sumarmót er nauðsynleg í starfi klúbbsins, en hafa verður í huga að mikilvægt er að viðkomandi golfvöllur geti boðið afnot af nokkrum golfbílum
Fjárhagsleg staða klúbbsins er viðunandi eins og kemur fram í ársreikningi klúbbsins. Stjórn klúbbsins leggur því til að félagar greiði óbreytt ársgjald 35€. Hins vegar leggur stjórn klúbbsins fram aðra tillögu um hækkun árgjalda fyrir árið 2024, að gjaldið verði hækkað í 45€. Ástæðan fyrir því að sú tillaga liggur fyrir á þessum aðalfundi er að gjaldkerar hafa óskað eftir því að innheimta gjalda geti hafist á haustdögum en þurfi ekki að dragast fram yfir aðalfund eins og skilirt er í starfsreglum klúbbsins. Það hefur sýnt sig að nauðsynlegt er að klúbburinn geti mætt áföllum og eigi bakhjarl í sjóði. Sjóður með 10000€ er því nauðsynlegur bakh
Lokaorð – Nú þegar ég læt af störfum eftir samtals 9 ár í forustu klúbbsins lít ég stoltur til baka og fer sáttur frá borði. Margir hafa komið við sögu í uppbyggingu klúbbsins og eiga þau öll miklar þakkir skildar, klúbburinn væri ekki það sem hann er án þeirra. Það er ekki nóg að ná árangri það verður að halda honum við og bæta í. Ég er ánægður með að traust og gott fólk hefur samþykkt að taka að sér stjórnarstörf og óska ég þeim, félögum og klúbbnum sem slíkum velfarnaðar á ókomnum árum.
10. nóvember 2022
F.h. stjórnar
Eyjólfur Sigurðsson, formaður Teigs