Fundargerð stjórnarfundar 4. nóv. 2022
Stjórnarfundur Teigs 4.nóv.22 haldinn á heimili Eyjólfs og Jóhönnu
Mætt eru: Eyjólfur, Guðlaugur, Ellert, Þuríður, Símon, Hilmar, Níels, Guðmundur og Jóhanna.
1.mál: Mojacar
Allur undirbúningur er í góðum farvegi. Fjöldi verðlauna fenginn.
Þökk sé Ellert.
Ákveðið hefur verið að taka aftur upp höggleik og veita verðlaun bæði í kvenna og karlaflokki.
Á kvöldi komudags verður haldin kynning á helstu leikreglum golfs.
Þakklætisvott þarf að sýna þeim sem gefa verðlaunin.
Fjórir nýir félagar verða teknir inn í klúbbinn.
2.mál: Aðalfundur
Uppstillinganefnd leggur til eftirtalda:
Guðlaugur Jónsson, Ellert Róbertsson, Hilmar Helgason,Guðmundur Borgþórsson, Jóhanna Guðbjörnsdóttir og í varastjórn Guðmund Ágúst Pétursson og Sigríði Snorradóttir.
4.mál: Skýrsla nefndar um forgjafamál
Níels kynnti mat nefndarinnar á því hvort setja ætti efri mörk á forgjafir í mótaröðinni. Nánari kynning verður á aðalfundinum í Mojacar.
5.mál: Samningur við Vista bella fyrir 2024
Þar þarf að bregðast fljótt við. Fjölgun spiladaga verður þ.e.spilað verður alloft tvisvar í viku og er annar dagurinn utan mótaraðar.
6.mál: Tillaga um fjölgun félaga
Lagt verður fyrir á aðalfundi um að fjölga félögum í 130
7.mál: Fjárhagsleg staða klúbbsins
Fjárhagsstaðan er góð, en leggja þarf fyrir aðalfund hækkun félagsgjalda vegna 2024.
8.mál: Önnur mál
Vegna fjölgunar spiladaga þarf að breyta orðalagi í starfsreglum Klúbbsins.
Fundi slitið