Tilkynning
Kvöldverður
Annað kvöld verður sameiginlegur kvöldverður klúbbfélaga í Teigi á veitingastaðnum Bananatree hefst hann kl. 18.00. Skráningu þátttöku er lokið og eru þátttakendur milli 60 og 70.
Mojacar
Fyrir rúmri viku tilkynnti stjórn Marina Playa Hótelsins að þeir hefðu ákveðið að loka hótelinu í vetur og kæmi lokunin til framkvæmda 1. nóvember. Þessi ákvörðun kollvarpaði öllum okkar áætlunum. Hófst nú vinna við að finna annað hotel. Það eru mörg hotel í Mojacar sem loka yfir veturinn og því var það ekki auðvelt að fá lausn.
Loksins eftir miklar viðræður og ,,þras” um verð var ákveðið að semja við Hótel Puntazo, en það er hótelið sem við gistum á sl. haust. Það náðust samningar um verð svo ekki verður breyting á þátttökugjaldi. Eina sem breytist er að við verðum að koma okkur á golfvöllinn báða mótsdagana, sem er um 10 min. akstur. Golfklúbburinn býður okkur að geyma golfsettin okkar á meðan á dvöl okkar stendur og er því hægt að fara beint á golfvöllinn þegar komið er til Mojacar og koma settunum í geymslu. Þá ber að geta þess að þeir sem óska geta fengið að spila á vellinum daginn sem við komum til Mojacar þ.e.a.s. mánudaginn 14. nóvember.
Skráning þátttöku er enn í gangi og fer fram á vefsíðu Teigs. Mjög margir hafa þegar skráð sig. Möguleikar á þátttöku í golfi er takmarkaðir og því betra að draga ekki lengur að skrá sig. Hilmar gjaldkeri sér um innheimtu þátttökugjalds.
Frekari upplýsingar um dvölina í Mojacar verður send út þegar nær dregur.
Golfbolir
Viðbótar framleiðslu á golfbolum klúbbsins lýkur í vikunni. Jóhanna Guðnadóttir mun verða tilbúin til að afhenda bolina næsta þriðjudag, 1. nóvember.
Kveðja
Eyjólfur Sigurðsson, formaður