Teigur amigos, bókanir 20.09.2022 á Vistabella golf.

Teigur amigos, bókanir 20.09.2022 á Vistabella golf.

Kæru félagar, staðfesting rástíma frá bókunarsíðunni virkar ekki sem skildi og því birti ég hér þær bókanir sem hafa borist þegar þetta er birt (kl. 14:33 Spanish time). ef fleiri bókanir koma inn þá get ég skráð þær til kl. 20:00 (spænskur tími). Þá verð ég að senda bókanir inn og loka fyrir frekari bókanir. Eins og sjá má þá eru þetta ekki margar bókanir þegar við höfum reynt að sýna fyrirhyggju og tryggt okkur 40 rástima þennan daginn. Það er ekki gaman að vera með svona fámennan hóp þegar við höfum svona gott svigrúm og erum að bjóða upp á mjög gott verð á golfi á Vistabella. Því skora ég á þá sem eru að hugsa um golf á þriðjudaginn að skrá sig nú þegar og gera auðveldara fyrir klúbbinn að bjóða upp á næga rástíma í framtiðinni, án þess að líta kjánalega út í augum starfsmanna Vistabella. Fyrsti rástími verður að öllu óbreyttu kl 10:00 og endanleg rástímaröð verður birt eftir lok skráningar. Njótið dagsins.

Comments are closed.