Að gefnu tilefni !!

Að gefnu tilefni !!

Kæru félagar í Teigi Amigos, nokkrir félagar hafa skráð sig í mót á morgun, 19. apríl.

Við höldum vormót í MOJACAR á föstudag og laugardag í vikunni, (22. og 23. apríl) og eru skráningar í það mót samfara annarri skráningu í vorferð klúbbsins til MOJACAR.

Ekkert mót verður á okkar vegum á Vistabella í þessari viku en við höldum áfram að skrá rástíma fyrir félagana frá 26. apríl og út maí, en þetta verða ekki formleg mót, þannig að leikmenn sækja skorkort í afgreiðsluna á vellinum en skráningin fer í gegnum Teig Amigos og þar með fást teiggjöld á einhverju besta verði sem þekkist á Spáni. Reglur um skráningar verða þær sömu og verið hefur, skráning seinnipart þriðjudags og lýkur á föstudagskvöldi kl.22:00 fyrir leik sem verður næsta þriðjudag þar á eftir. Ræsingar verða á vegum vallarins.

Athugið að þeir sem hafa skráð sig í golf á vegum Teigs eru ábyrgir fyrir teiggjöldum sínum og skráðra gesta sinna þannig að ef um forföll verður að ræða þarf að tilkynna þau eigi síðar en á hádegi daginn fyrir leikdag á sama hátt og verið hefur (með SMS í síma +354 8988237), eða með símtali beint upp í afgreiðsluna á Vistabella (+34 966 10 78 46, eða bookings@vistabellagolf.com).

Sjá ennfremur starfsáætlun Teigs Amigos 2022 á heimasíðu klúbbsins undir flipa: <mótaskrá>.

Góða skemmtun !!

Comments are closed.