Fréttabréf apríl 2022

Fréttabréf apríl 2022

GolfklúbburinnTeigur

Fréttabréf – apríl 2022

Vorferð til Mojacar:

  1. Hotel Marina Playa: Hótelið er glæsilegt í alla staði. Margt hefur verið endurnýjað á síðustu tveimur árum. Herbergin stór og þrifaleg með góðum svölum. Tvær sundlaugar, önnur upphituð. Sauna með stórum gufuklefa og tveimur pottum (aðg. 8 € í eina kl.stund). Þrír nuddbekkir sem er greitt fyrir vægt gjald. – Okkar gestir munu fá hluta af borðsal, þar sem borð eru merkt með borðfánum Teigs bæði fyrir kvöldverð og morgunverð.
  1. Við höldum félagsfund laugardaginn 23. apríl og fáum góða aðstöðu fyrir fundinn í sérstökum fundasal kl. 18.00 – 19.00. Frá kl. 21.00 – laugardagskvöld spila íslenskir hljóðfæraleikarar á Irish Bar við sundlaug staðarins. 
  1. Hótelið tekur á móti gestum eftir kl. 14.00 fimmtudaginn 21. apríl. (Munið eftir vegabréfunum). 
  1. Marina Golf: Okkar félögum er boðið að koma beint á völlinn og koma golfkylfum (poka) í geymslu. Þetta gerir allt mun þægilegra þar sem við getum þá lagt okkar bílum á bifreiðastæði hótelsins og gengið á golfvöllinn þegar okkur hentar. – Nokkrir tímar hafa verið teknir frá fyrir félaga þennan dag upp úr hádegi og er félögum gefinn kostur á að spila 9 holur eða jafnvel meira ef vilji er fyrir hendi.
  1. Fyrstu rástímar verða kl. 8.30 báða dagana. Við höfum fengið aðstöðu á skrifstofu klúbbsins fyrir þann eða þau sem sjá um útreikning skorkorta.
  1. Golfbílar: Allir golfbílar fara í sérstaka yfirferð (viðhald) dagana fyrir komu okkar á völlinn. 
  1. Ferðir klúbbsins vor og haust hafa verið mjög vinsælar, og heldur hefur fjölgað í hópnum síðustu ár. Um 60 félagar og gestir taka þátt í tveggja daga móti klúbbsins á meðan fara þeir sem ekki taka þátt í gólfinu í skoðunarferðir um nágrennið eða liggja í sólbaði við sundlaugar hótelsins. Alls eru þátttakendur að þessu sinni um 9o manns. 
  1. Sumarfundur klúbbsins sem haldinn er í hótelinu kl. 18.00 laugardaginn 23. apríl fer fram í sérstökum fundasal á annarri hæð hótelsins. Þar förum við yfir stöðu klúbbsins og horfum einnig til framtíðar. – Síðan eigum við kvöldverð saman og dönsum síðan inn í nóttina. 
  1. Nú tökum við góða skapið með í ferðina en skiljum hitt eftir heima. Sjáumst heil í Mojacar – Góða ferð.

  

Kveðja

Eyjólfur Sigurðsson, formaður Teigs

Comments are closed.