Kæru félagar, leikröðin hefst 1. febrúar 2022.
nú hefst leikröð ársins og munum við þá fá prentuð skorkort og skráning hefst þannig að tilbúin skorkort verða til afhendingar á vellinum fyrir upphaf leiks. Gestir spila utan leikraðarinnar en geta spilað með félögum ef þannig stendur á. Þeir sem spila einungis 9 holur eru að sjálfsögðu utan leikraðarinnar.
Viðurkenningar fyrir góðan árangur félaga verða afhentar að leik loknum. Félagar eru beðnir um að mæta tímanlega og gestir gefi sig fram við gjaldkera fyrir leik og allir ganga jafnframt frá greiðslu hjá vallarstjóra (Caddy master). Mæting á teig er 10 mínútum fyrir áætlaðan rástíma og gott að vera tilbúin á teig svo ekki verði tafir á teignum.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
Nefndin