Frá mótanefnd

Frá mótanefnd

Kæru félagar í Teigi, nú líður að áramótum og óskar mótanefndin ykkur öllum og fjölskyldum ykkar gleðilegs árs með þökk fyrir árið sem er að líða.

Við hefjum golfspilun á Vistabella hinn 11. janúar 2022 og hefst mótaröð Teigs síðan hinn 1. febrúar og stendur út apríl og heldur síðan áfram í október og nóvember.

Við leggjum land undir fót og höldum vormót sem verður væntanlega í Mojacar í vikunni eftir páska og síðan haustmót á sama stað í nóvember og verður þar einnig haldinn aðalfundur Teigs með viðeigandi hátíðarhöldum.

Til viðbótar við það sem nefnt var hér að ofan eru síðan skipulagðir leikdagar á þriðjudögum frá 11. janúar til loka maí og aftur að loknu sumarhléi frá 6. september til 20. desember.

Yfirlit yfir leikdaga er birt hér að neðan. Verð verður hið sama fyrir félaga í Teigi alla þriðjudaga, einnig utan mótaraðarinnar, þegar bókað er í gegnum heimasíðu Teigs.

Hvað varðar bókanir þá verður eilítil breyting þar á, nú lýkur bókun á föstudagskvöldi kl 10:00 (22:00) fyrir næstkomandi þriðjudag og einungis verður leyfilegt að bóka næsta spiladag (einn dag í einu) og þá einungis á vefnum. Ekki verður hægt að taka við bókunum í vefpósti.

Bestu kveðjur til ykkar allra, við hlökkum til að taka til óspilltra málanna við golfið 2022.

Leikdagar Teigs Amigo 2022, góða skemmtun.


Comments are closed.