Kæru vinir

Kæru vinir

Fyrir allnokkrum vikum tjáði ég meðstjórnendum mínum að nú væri þetta orðið gott og að ég íhugaði að hætta sem formaður klúbbsins okkar

Þá hvöttu mig margir og ég fann fyrir þrýstingi og miklum stuðningi við að halda áfram.Nú liggur sú ákvörðun fyrir.

Covidárin var ég nánast einn hér meira og minna og hélt utanum allt sem að klúbbnum sneri og sá um allt golfið líka og þá var eins gott að vera með allt á hreinu því annars hefði klúbburinn verið óstarfhæfur og lagst niður.

Ég hef haft mikinn áhuga á að opna klúbbinn og bjóða alla velkomna og fjölga leikdögum á hinum ýmsu völlum og að gera klúbbinn að framsæknum félagsskap,Golfklúbbi er þjónar fólki á svæðinu sem áhuga hefur fyrir að spila golf og hafa gaman saman,ekki hefur verið hljómgrunnur fyrir þessum hugmyndum mínum innan klúbbsins og þar skarast skoðanir mínar og nokkurra annara sem vilja hafa klúbbinn sem mest lokaðann sem er að mínu mati leiðin til stöðnunar.

Ég hef undanfarið ár verið samhliða Formannsstarfinu verið að bjófa golfurum uppá golf á nokkrum öðrum völlum og hefur því verið svo vel tekið að ég hef mikinn áhuga á að halda því áfram,bjóða uppá spil 3-4 sinnum í viku á jafmörgum völlum og hver veit hvert það síðan leiðir? þetta er það sem mér hefur fundist mjög gaman að gera og þessvegna er niðurstaða mín þessi: Ég sækist ekki eftir áframhaldandi formennsku í Teigi.

Ég þakka öllu samstarfsfólki mínu og félögum fyrir árangursríkan og skemmtilegan tíma.

Með golfkveðju til ykkar allra

Bergur M Sigmundsson

Formaður Teigs

Comments are closed.