Haustferð Teigs til Mojacar 2021
Ágætu félagar, nú líður senn að haustferð Teigs til Mojacar, en í ár eru tíu ár frá stofnun golfklúbbsins Teigs og af því tilefni gerum við eitthvað skemmtilegt.
Mótið fer fram 16 og 17.nóvember n.k.
Gist verður á Hótel Puntazo 3 nætur, þ.e. 15-18.nóv.
Gisting í 2ja manna herbergi kostar € 200 pr.mann, þ.e. € 400 ef báðir spila, innifalið er gisting, morgun og kvöldverður, 2 golf hringir og bíll. Ef aðeins annar spilar er gjaldið € 315 fyrir 2 í herbergi.
Fyrir 1 manns herbergi með því sama inniföldu er gjaldið € 270.
Ef um gesti er að ræða og hvorugur spilar er gjaldið € 270 fyrir 2 í herbergi.
Og 1 manns herbergi án golfs € 200.
Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi 21.10.n.k. og greiðsla þarf að berast til Halldórs Jóels gjaldkera í síðasta lagi 22.10. n.k.
Þátttöku skal skrá á heimasíðu Teigs: Teigur/Skráning í golf í Mojacar
Þegar skráð er í reitinn 2ja manna herbergi þarf að setja 0 hinn reitinn.
Taka verður fram við skráningu hverjir spila
Ath. Klúbbfélagar eru ábyrgir fyrir greiðslu gesta sinna.
Vonandi mætum við sem flest.
Og kæru félagar umfram allt höfum ávallt í huga að golf er heiðursmanna íþrótt.
Með bestu kveðju og ósk um góða skemmtun.
Stjórnin