Þá er það ákveðið að við verðum að bíða með að spila golf til 15.febrúar,sem er nýjasta dagsetning lokana hér á svæðinu.Jólafríið var notað til að semja við GNK vellina í Murciu, El Valle og Hacienda Riquelme um að leika hjá þeim golf í febrúar,mars,apríl og maí (haustið er einnig umsamið) og verður leikið á mánudögum og eða þriðjudögum sitt á hvað á sitthvorum vellinum,verðin eru mjög góð betri en við þekkjum en frá þeim verður skýrt síðar(ekki hér),það er mín sannfæring að þarna sé um tvo frábæra velli og frábæra viðbót að ræða fyrir okkur,sem bjóða bæði gott verð og góða aðstöðu.
Stjórnin