Aðalfundur og ný stjórn
Aðalfundur fyrir starfsárið 2019-2020 var haldinn 20.nóvember Í La Marina og mættu 38 manns á fundinn.
Fundarsjóri var Eyjólfur Sigurðsson og fundarritari Magnús Theodórsson.
Bergur M Sigmundsson formaður flutti skýrslu stjórnar og Halldór J Ingvarsson útskýrði reikninga og rekstrarreikning,bar síðan upp tillögu um niðurfellingu árgjalds f/2021 vegna covid og var tillagan samþykkt.
Bergur M Sigmundsson var endurkjörinn formaður
Páll Einarsson: varaformaður
Meðstjórnendur Halldór J Ingvarsson gjaldkeri ,Jóhanna Guðbjörnsdóttir ritari og Ellert róbertsson
Varastjórn:Þuríður Jóhannsdóttir og Jóhann Magni Jóhannson
Skoðunarmaður:Sigurður Ananíasson .
Þá tók Mótanefnd 2 við fundinum og afhenti verðlaun og viðurkenningar fyrst fyrir Aðalfundarmótið sem var haldið þann 19.nóvember á Font Del Llop vellinum í yndislegu veðri og voru allar aðstæður eins góðar og þær geta verið:Úrslitin voru þannig:
Höggleikur
Gíslunn Loftsdóttir 109 högg
Bergur M Sigmundsson 98 högg
Punktakeppni m/forgjöf konur
3.sæti Þuríður Jóhannsdóttir 31 punktar
2.sæti JoAnn Önnudóttir 31 punktar
1.sæti Ragna Valdimarsdóttir
Punktakeppni m/forgjöf karlar
3.sæti Níels Karlsson 31.punktar
2.sæti Hilmar Helgason 33.punktar
1.sæti Þorsteinn Stígsson 37 punktar
Þá var besti árangur vetrarins 6 bestu hringirnir verðlaunaður.
3.sæti Laila Ingarsdóttir 194.punktar
2.sæti Ragna Valdimarsdóttir 200 punktar
1.sæti Þuríður Jóhannsdóttir 202 punktar og hún hlaut Sjafnarbikarinn.
Hjá körlunum urðu úrslitin þessi:
3.sæti Hilmar E Helgason 204 punktar
2.sæti Bergur M Sigmundsson 206 punktar
1.sæti Níels Karlsson 207 punktar og hlaut hann því Samstöðuhnútinn.
Eftir aðalfundinn var gengið til veislu og 42 sátu veisluna sem var Helenu veitingamanns til sóma .Var það einróma álit allra sem undirritaður ræddi við að fundurinn og mótið hefði erið Klúbbnum til mikis sóma,
Ég persónulega þakka innilega það traust og þá velvild sem ég hef fundið fyrir frá meðlimum og vona að við sjáumst sem allra flest á nýju starfsári.
Bergur M Sigmundsson formaður