Árétting varðandi bókanir
Kæru félagar,
1) Bókanir í þriðjudagsgolf eru eingöngu gerðar í gegnum vefsíðu Teigs (ekki í síma eða með tölvupósti).
2) Bókanir þurfa að berast í síðasta lagi fyrir miðnætti aðfararnótt laugardags.
3) Við skráningu þarf að tilgreina sérstaklega ef viðkomandi ætlar að ganga.
3) Þegar gestir eru skráðir í fyrsta sinn þarf að tilgreina kennitölur þeirra, forgjafir, af hvaða teigum þeir leika og hvort þeir ganga.
4) Í starfsreglum Teigs stendur:
„Ef félagi (eða gestur) forfallast en tilkynnir ekki forföll, getur verið nauðsynlegt að viðkomandi greiði vallargjöld þar sem klúbburinn kann að vera ábyrgur fyrir fjölda tilkynntra þátttakenda hverju sinni“.
Upplýsingum um fjölda þátttakenda er að jafnaði komið til Vistabella seinni hluta laugardags og því er nauðsynlegt, ef hægt er, að tilkynna forföll fyrir þann tíma í gegnum bókunarvef Teigs.