Það styttist í að hægt verði að spila golf aftur hér á Spáni
Ég átti samtal við Joaquin framkvæmdastjóra Vistabella vallarins og kom fram í því spjalli að hann gæti ekki staðfest neina dagsetningu hvenær yrði opnað aftur en sagði að það yrði ekki fyrr en 15 maí-5 júní ef allt fer fram sem horfir og sagðist bjartsýnn á að það yrði raunin.
Stjórnin samþykkti tillögu formanns um að halda Sumarmót Teigs þann 29.júní n.k og mun mótið hefjast kl 10.00 á golfvellinum í Grindavík, ræst verður út af öllum teigum samtímis og verður leikfyrirkomulag með sama sniði og síðast,eftir mótið er fyrirhugað að borða saman grill og fl.
Allt stendur þetta og fellur með þeim reglum og kröfum sem í gildi verða og munum við sjálfsögðu hlýða þeim í einu og öllu,og ef þurfa þykir breyta dasetningu mótsins ,en vonandi gengur þetta upp og sem flestir mæti og eigi saman góða stund,Nánar verður auglýst um mótið síðar
Bergur M Sigmundsson