Stjórnarfundur 25/08
Samþykkt var að taka eftirtalda nýja félaga inn eftir leik í dag;Birna Lárusdóttir,Eygló benediktsdóttir.Guðlaugur Jónsson og Svanberg Guðmundsson.
Formaður flutti skýrslu um stöðuna í málinu að stofna íþróttafélag utanum starfssemi Teigs hér á Spáni og Formanni falið að halda áfram með stofnunin félagsins ,opna bankareikning og ljúka málinu.
Eftirfarandi tillaga samþykkt að gefnu tilefni: Stjórn Teigs samþykkir að þeir meðlimir og gestir meðlima sem skrá sig á bókunarkerfi Teigs til golfleiks en mæta ekki eða afboða með 24 tíma fyrirvara skuli greiða þáttökugjald til Vistabella.Meðlimir eru ábyrgir fyrir gestum sínum og gætu þurft að standa skil á greiðslunni geri gestur þeirra það ekki.
Símon Aðalsteinsson sat fundinn og skilaði inn í umræðuna punktum um lagfæringar á skráningarmálum klúbbsins ásamt öðrum ábendingum .
Þá samþykkti stjórnin kaup á 2 prenturum c.a 180 eur fyrir skorkortaprentun o fl,ásamt kaup á 2 talna kálfum samt:20 eur
Undir þetta skrifa:Bergur M Sigmundsson,Halldór Ingvason,Jóhanna Guðbjörnsdóttir,Þuríður Jóhannsdóttir,Magni Jóhannsson.