Heimsókn í Golfskólann í Elche fyrirhuguð.
Golfsamband Spánar rekur Golfskóla í Elche sem er opinn öllum og er að mínu mati besta æfingasvæðið á Costa Blanca Ströndinni,þar er 9 holu par 3 völlur með frábærum flötum og lengdirnar á brautunum frá 50-130 metrar með vötnum og glompum,mjög skemmtilegur völlur.
Æfingasvæðið samanstendur af frábæru Driving Range ,frábærri stórri Púttflöt,Mjög góðri alvöru Sippflöt,nokkrum Glompum með alvöru flötum að slá inná ,og svo er boðið uppá frábæra kennslu með myndavélum og öllu því besta,síðast er ég vissi kostaði hálftími með kennara 20 evrur,á svæðinu er líka veitingastaður þar sem hægt er að fá smárétti og drykkjarföng.
Ef áhugi er er fyrir þá endilega látið í ykkur heyra og ég lýk skipulagningu ferðar þangað sem myndi verða fljótlega og myndi Rúta taka upp þá sem fara á þremur fyrirfram ákveðnum svæðum og skila til baka,Verð er ekki endanlegt en 10-12 evrur líklegur aðgangseyrir +matur og er ég að bíða eftir upplýsingum frá rútufyrirtækinu(fer eftir fjölda.
En ALLIR sem hafa áhuga látið í ykkur heyra sem fyrst
Bergur M Sigmundsson