Verðlaunaafhendingar

Verðlaunaafhendingar

Eftir því sem fleiri af okkar félögum mæta í flottu mótin okkar því meira lengist timinn milli fyrsta og síðasta rástíma hópanna og um leið lengist sú bið sem myndast frá því að ræst er út og til verðlaunaafhendingar og eru sífellt háværari raddir um að meðlimir nenni ekki að bíða eftir verðlaunaafhendingunni og yfirgefi svæðið að sínum leik loknum.

Við í stjórninni höfum verið að velta fyrir okkur hvernig hægt sé að breyta þessu og hafa ýmsar hugmyndir komið upp á borðið,t.d.veglegri skorkorta- verðlaun,útræsing á öllum teigum samtímis(er ekki í boði) og svo sú hugmynd sem ég er skotnastur í en hún gengur út á það að afhenda verðlaun fyrir tvö mót í einu og draga úr skorkortum á laugardegi eða einhverjum öðrum degi eftir að hafa leikið, og borðað á Greenlands Golf.Þá myndum við sameinast í léttum leik sem allir geta tekið þátt í borðað spjallað og átt góðar stundir saman og tekið með vini og gesti og afhent verðlaun tveggja móta,Gaman væri að heyra hvað ykkur finnst og minni á að ALLAR hugmyndir eru vel þegnar

Bergur M Sigmundsson

Comments are closed.