Keppnisskilmálar í Mojacar í nóv. 2018

Keppnisskilmálar í Mojacar í nóv. 2018

Haustmót Golfklúbbsins Teigs. Keppnisskilmálar.                                    

13.og 14. Nóvember 2018 á MARINA GOLFVELLINUM. MOJACAR.                                            

Mótsstjórn: Níels, Bergsveinn, Sigrún Birna og Símon

 

Punktakeppni með forgjöf: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem fær flesta punkta samtals fyrir báða keppnisdaga. Einnig verða verðlaun veitt fyrir annað og þriðja sæti í báðum flokkum.

Höggleikur án forgjafar: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem hefur fæst högg án forgjafar fyrir báða keppnisdaga.

Ef sami keppandi hlýtur 1. sæti í báðum flokkum skal hann/hún aðeins fá verðlaun fyrir punktakeppni. Sá/sú sem næst kemur í höggleik skal hljóta verðlaunin í þeirri keppni.

Verði tveir eða fleiri efstir og jafnir að punktum eða höggum að lokinni keppni skal hún/hann sigra sem lék á flestum punktum eða fæstum höggum síðustu 9 holurnar á síðari keppnisdegi. Ef enn er jafnt reiknast næstu þrjár og ef enn er jafnt reikna næstu þrjár. Dugi það ekki skal varpa hlutkesti.

Niðurstaða mótsins verður tilkynnt í lok aðalfundar og fer þá fram verðlaunaafhending.

Ræst verður út á fyrri keppnisdegi frá kl. 9.20.              

Mæting við golfskála er kl. 8.45

Seinni keppnisdag verður ræst út frá kl. 9.20. Mæting við golfskála er kl. 8.45 og ræður árangur fyrri keppnisdags röðun í ráshópa.

Mótsstjórn velur sér aðstoðarfólk eftir þörfum. Mótsstjórn ásamt aðstoðarfólki fer yfir skorkort að lokinni keppni báða dagana.

Mótsstjórn sér um útdrátt nafna fyrir fyrri dag og tilkynnir um röðun fyrir seinni dag.

ATH !!     Mótstjórn sér um afhendigu golfbíla lykla.

Konur leika á RAUÐUM teigum.

Karlar leika á GULUM teigum.

Karlar 70 + mega leika á RAUÐUM teigum ( rauð forgjöf ).

Karlar með grunnforgjöf 26,5 eða hærri mega leika á rauðum teigum.         

Vinsamlega lagið boltaför á flötum.

Fyrri dagur: Nándarverðlaun verða veitt á 5. Braut                

Seinni dagur: Nándarverðlaun verða veitt á 17. Braut.

   Viðauki við staðarreglur Marina golfvallar:

  1. braut: Fallreitur hægra megin er við girðingarhornið.

Fallreitur vinstramegin er á brautinni við hliðina á torfærunni.

Skal nota þann fallreit sem næst er þeim stað þar sem bolti hefur týnst, farið í torfæru eða út fyrir vallarmörk.

Gegn einu vítahöggi.

ATHUGIÐ;   Í punktakeppni:    Æskilegt: Til að flýta leik taki leikmaður upp bolta ef stefnir í tvöfalt par á leikinni braut.

Á golfvellinum:

  • Skiptast á skorkortum
  • Leikmaður og ritari eru samábyrgir fyrir talningu högga leikmanns.
  • Um leið og golfbolti er kominn í holu skal leikmaður tilkynna höggafjölda sem hún/hann hefur leikið.
  • Sé ritari ekki sammála skal gera athugasemdir strax.
  • Leik á braut er ekki lokið fyrr en bolti er í holu.
  • Verði uppi ágreiningur um atriði í leik skal tilkynna það mótsstjórn að leik loknum og skal úrskurður mótsstjórnar gilda.
  • Að öðru leiti gilda almennar golfreglur og viðaukareglur sem klúbburinn hefur sett sér.Regla 6-6. Skor í höggleik. ( punktakeppni )

 

  • Að lokinni umferð á keppandi að fara yfir skor sitt á hverri holu og gera út um vafa atriði með mótsstjórn. Keppandinn verður að ganga úr skugga um að ritarinn/ritararnir hafi undirritað skorkortið. Undirrita kortið sjálfur og afhenda mótsstjórn eins fljótt og unnt er.

 

Röng skor á holu: Keppandi ber ábyrgð á að rétt skor sé skráð á skorkort hans fyrir hverja holu. Ef hann afhendir kort þar sem lægra skor er skráð sem reynist ekki rétt SÆTIR HANN FRÁVÍSUN.  

Mótstjórn Golfkl, Teigs.

Leave a Reply