Fréttabréf 30. okt. 2018

Fréttabréf 30. okt. 2018

Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF

  

Leikdagur: Þriðjudagurinn 30. október 2018

Golfvöllur: Vistabella-völlur

Veður: Það var ansi kalt þennan morgun, hiti 14° sem telst ekki mikið á okkar slóðum. Eftir að golfið var hafið byrjaði að úða dálítið, en síðan jókst rigningin og var rigning meira og minna allan tímann. Nú höfum við lent í rigningu tvo leikdaga í röð, og forspá fyrir næsta þriðjudag er ekki björt. Við verðum að vona að máttarvöldin hafi ekki ákveðið að það skuli aðeins rigna á þriðjudögum í framtíðinni.

Golfið: Það er óhætt að segja að golfið hafi gengið hægt, flestir hóparnir voru um 5 klst. með hringinn. Þegar 52 eru mættir til leiks þá er enn meiri þörf á að fylgja tímareglum út í ystu æsar ef ekki á illa að fara. Það dregur verulegu úr ánægju í golfinu ef einhverjir brjóta reglurnar með því að taka allt of langan tíma í leik og hafna því að taka upp þegar punktamöguleikarnir eru búnir á viðkomandi braut. – Ræsir var Bergsveinn Símonarson og var ekki við hann að sakast.

Þátttakendur: Aðalsteinn H. Guðnason – Gunnar J. Guðbjörnsson – Arnbjörg Guðbjörnsdóttir – Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir – Sigrún B. Magnúsdóttir – Áki Jónsson – Gíslunn Loftsdóttir – Laila Ingvarsdóttir – Þuríður Jóhannsdóttir – Bjarni Jónsson – Hilmar Harðarsson – Páll Einarsson – Viðar Marel Jóhannsson – Helga Emilsdóttir – Guðbjörg A. Guðfinnsdóttir – Jóhanna Guðnadóttir – Bergur M. Sigmundsson – Hermann Bragason – Magni Jóhannsson – Níels Karlsson – Kári Þórisson – Sigurður N. Njálsson – Eyjólfur Sigurðsson – Halldór Jóel Ingvason – Hans B. Guðmundsson – Grímur Valdimarsson – Magnús G. Pálsson – Sigurberg Árnason – Bergsveinn Símonarson – Jóhannes Jónsson – Sigurður Þráinsson – Ólafur I. Friðriksson – Pétur Gíslason – Skúli Guðmundsson – Skúli Sigurðsson – Skarphéðinn Sigursteinsson – Snorri Gestsson – Örlygur Geirsson – Gestir: Guðmundur Einarsson – Sigurjón Bergsson – Þóra Andrea – Sigríður Gylfadóttir – Sigurvin Ármannsson – Sonja Þorsteinsdóttir – Ragna Valdimarsdóttir – Ágúst Pétursson – Hilmar Helgason – Gunnar Jónsson – Vilhjálmur Hafberg – Kjartan Heiðberg – Andrés Sigmundsson.

Úrslit: – Í kvennaflokki sigraði Laila Ingvarsdóttir, hlaut 32 punkta. Í öðru sæti varð Gíslunn Loftsdóttir, hlaut 26 punkta. Í þriðja sæti varð Jóhanna Guðnadóttir, hlaut 24 punkta. Í karlaflokki sigraði Grímur Valdimarsson, hlaut 39 punkta. Í öðru sæti varð Jóhannes Jónsson, hlaut 36 punkta. Í þriðja sæti varð Snorri Gestsson, hlaut 33 punkta. Nándarverðlaun eftir annað högg á 12. braut hlaut Guðbjörg A. Guðfinnsdóttir, var 11,1 m frá holu.

Frá Móta- og forgjafanefnd: ,,Úr fundargerð nefndarinnar 17. október 2018…… nefndarmenn telja rétt að skráðar forgjafir klúbbfélaga endurspegli sem best raunforgjafir þeirra og leggur því til að þær geti breyst jafnt til hækkunar sem lækkunar. Samþykkt var að fyrirkomulag lækkunar yrði óbreytt frá því sem verið hefur, en hækkun forgjafa reiknist tvisvar á vetri, um mánaðamótin október/nóvember og um mánaðamót febrúar/mars. Tekið verður meðaltal a.m.k. 3 skorkorta leikfélaga og frávik þess frá neðri mörkum viðkomandi grás svæðis ráði hækkun forgjafar hans (t.d. hækkunin nemi 50% fráviksins margfaldað með 0,4)…..

Stjórn klúbbsins samþykkti þessar tillögur nefndarinnar á stjórnarfundi 18. október sl.

Haustferð og aðalfundur: Eins og áður hefur verið tíundað þá er skráningu lokið í ferðina og telur hópurinn milli 80 og 90 manns, þar af 56 í golf. Flestir skráðir þátttakendur hafa greitt þátttökugjaldið sem er 170€ fyrir tveggjamanna herbergi og 140€ fyrir eins manns herbergi. Það eru allra síðustu möguleikar á að greiða þáttökugjaldið n.k. þriðjudag. Þeir sem ekki hafa greitt þá eða samið við gjaldkera Örlyg Geirsson um greiðsluna verða teknir af skráningarlistanum eftir þann dag. Aðalfundur – Miðvikudaginn 14. nóvember fer fram 8. aðalfundur klúbbsins og verður hann haldinn í Hótel Oasis Tropical þar sem hópurinn dvelur. Dagskrá fundarins fylgir þessu fréttabréfi.

Næsti leikdagur – Texas – Scramble – Þriðjudagurinn 6. nóvember er næsti leikdagur klúbbsins þá verður breytt út af venjulegum mótsdegi og spilað Texas – Scramble. Þetta er gert að ósk nokkurra félaga og er ekki vafi á að það er góð tilbreyting. Skráning er hafin hjá Bergsveini Símonarsyni bergsveinn45@gmail.com skráningu félaga líkur fimmtudaginn 1. nóvember.

El Valle 31. nóvember 2018

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

Leave a Reply