Fréttabréf 24. okt. 2018

Fréttabréf 24. okt. 2018

Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF

 

Leikdagur: Þriðjudagurinn 23. október 2018

Golfvöllur: Vistabella-völlur

Veður: Þegar mætt var til leiks var skýjað en ágætur hiti. Þegar leið á morguninn þykknaði upp og síðan skall á allmikil rigning í um 40 mínútur. Síðan stytti upp og hlýnaði að nýju og komst hitinn í 24°.

Golfið – Golfið fór hægt af stað, megin skýringin var að á undan okkar fólki var hægfara hópur. Það var hins vegar ljóst að sumir okkar félaga héldu ekki hraða og er það óviðunandi. Begsveinn Símonarson sá um að ræsa hópana og Níels Karlsson sá um golfbíla og fylgja eftir að keppendur væri tímanlega á teig. Eins og stundum áður þá var ekki leyfilegt að aka golfbílum á brautum á nýja hluta golfvallarins og tafði það einnig golfið, en það er skiljanleg varúðarráðstöfun forsvarsmanna vallarins þegar rigningar eru. Nýji hlutinn er enn á uppgræðslu stigi.

Þátttakendur: Áki Jónsson – Skarphéðinn Sigursteinsson – Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir – Jóhanna Kr. Sigurðardóttir – Þuríður Jóhannsdóttir – Aðalsteinn H. Guðnason – Pétur Gíslason – Gíslun Loftsdóttir – Helga Emilsdóttir – Laila Ingvarsdóttir – Arnbjörg Guðbjörnsdóttir – Grímur Valdimarsson – Erna Sörensen – Einar Matthíasson – Gunnar J. Guðbjörnsson – Sigurður N. Njálsson – Sigurjón Óskarsson – Skúli Guðmundsson – Kári Þórisson – Páll Einarsson – Sigurður Þráinsson – Örlygur Geirsson – Eyjólfur Sigurðsson – Jóhannes Jónsson – Snorri Gestsson – Halldór Jóel Ingvason – Magnús G. Pálsson – Ólafur I. Friðriksson – Bergsveinn Símonarson – Hermann Bragason – Hilmar Harðarson – Níels Karlsson – Sigurberg Árnason – Skúli Sigurðsson – Bergur M. Sigmundsson – Bjarni Jónsson – Viðar Marel Jóhannsson Gestir: Kristján Hafberg – Sigríður Gylfadóttir – Þóra Andrea – Sigurjón Bergsson – Vilhjálmur Hafberg – Ágúst Pétursson – Guðmundur Sævarsson – Þórólfur Ævar Sigurðsson – Einar Pálsson.

Úrslit: Í kvennaflokki sigraði Laila Ingvarsdóttir, hlaut 35 punkta. Í öðru sæti varð Þuríður Jóhannsdótir, hlaut 31 punkt. Í þriðja sæti varð Jóhanna Sigurðardóttir, hlaut 28 punkta. Í karlaflokki sigraði Hilmar Harðarson, hlaut 35 punkta. Í öðru sæti varð Snorri Gestsson, hlaut einnig 35 punkta, en Hilmar hlaut fleiri punkta á seinni 9 holunum. Í þriðja sæti varð Hermann Bragason, hlaut 33 punkta. Sex aðrir hlutu einnig 33 punkta en Hermann hlaut þriðja sætið á sömu forsendum og skýrt er hér að framan. Nándarverðlaun hlaut Laila Ingvarsdóttir, var 2 m frá holu á sjöundu braut.

Haustferðin til Mojacar – Stjórn Teigs ásamt varastjórn og tveimur fulltrúum úr Móta- og forgjafanefnd komu saman til fundar í síðustu viku og ræddu margvísleg málefni sem snúa að starfi klúbbsins. Golfmótið í Mojacar og undirbúningur aðalfundar var m.a. á dagskrá. Allur undirbúningur er í eðlilegum farvegi og stefnir í að þessi ferð verði sú fjölmennasta frá upphafi. Þegar eru skráðir í ferðina 82 þátttakendur og þar af 56 í golf og biðlisti. Skráningu er lokið. Innheimta þátttökugjalds er hafin og sér gjaldkeri klúbbsins Örlygur Geirsson um innheimtu. Næsti þriðjudagur er loka dagur innheimtu þáttökugjalds og tekur gjaldkeri við greiðslum að loknu golfi þann dag. Þátttökugjald er 170€ fyrir tveggjamanna herbergi en 140€ fyrir einsmanns herbergi.

Næsti leikdagur – Þriðjudagurinn 30. október er næsti leikdagur klúbbsins. Við höfum heimild til að skrá 52 í golf þann dag. Skráningu félaga lýkur fimmtudaginn 26. október. Skráning skal berast til Bergsveins Símonarsonar bergsveinn45@gmail.com

 

El Valle 24. október 2018

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

Leave a Reply