Fréttabréf 15. okt. 2018

Fréttabréf 15. okt. 2018

Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF

 

Leikdagur: Mánudagurinn 15. október 2018

Golfvöllur: Vistabella-völlur

Veður: Morguninn var fremur kaldur 16° framan af en lagaðist þegar leið á daginn. Um hádegi var komin sól og 25° hiti, en nokkur vindur.

Gólfið – Eins og oft áður þá tók golfið of langan tíma. Í punktakeppni er auðvelt að flýta fyrir leik, ef leikmenn venja sig á að ,,taka upp‘‘ þegar ekki er lengur hægt að fá punkta. Þetta flýtir leik og gerir golfið miklu líflegra.

Þátttakendur: Arnbjörg Guðbjörnsdóttir – Erna Sörensen – Helga Emilsdóttir – Gíslunn Loftsdóttir – Helga Garðarsdóttir – Laila Ingvarsdóttir – Áki Jónsson – Sigríður Gylfadóttir – Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir – Emelía Gústafsdóttir – Grímur Valdimarsson – Jóhannes Jónsson – Pétur Gíslason – Skúli Sigurðsson – Eyjólfur Sigurðsson – Halldór Jóel Ingvason – Sigurjón Óskarsson – Hans B. Guðmundsson – Sigurður Njálsson – Skarphéðinn Sigursteinsson – Skúli Guðmundsson – Kári Þórisson – Sigurjón Sindrason – Snorri Gestsson – Aðalsteinn H. Guðnason – Einar Matthíasson – Magnús G. Pálsson – Örlygur Geirsson – Bergsveinn Símonarson – Níels Karlsson – Páll Einarsson – Sigurður Ananíasson – Bergur M. Sigmundsson – Hermann Bragason – Hilmar Harðarson – Sigurður Þráinsson. – Ræsir var Bergsveinn Símonarson.

Úrslit: Í kvennaflokki sigraði Emelía Gústafsdóttir, hlaut 43 punkta. Í öðru sæti varð Laila Ingvarsdóttir, hlaut 33 punkta. Í þriðja sæti varð Gíslunn Loftsdóttir, hlaut 27 punkta. Í karlaflokki sigraði Sigurður Ananíasson, hlaut 41 punkt. Í öðru sæti varð Bergur M. Sigmundsson, hlaut 37 punkta. Í þriðja sæti varð Grímur Valdimarsson, hlaut 35 punkta. – Næstur holu í öðru höggi á fjórðu braut var Sigurjón Óskarsson, 7,80 m frá holu.

Haustferðin til Mojacar – Þátttaka er mikil og hafa 55 þegar skráð sig í golf. Inn í þessari tölu eru 10 gestir skráðir í golf. Skráningu félaga líkur um næstu helgi eða 20. október. Eins og áður hafa félagar forgang til þess tíma eftir það eru gestir skráðir í golf samkvæmt dagsetningu pöntunar. Innheimta þátttökugjalds hefst þriðjudaginn 23. október. Gjaldkeri klúbbsins Örlygur Geirsson, sér um innheimtu, 170€ fyrir tveggjamanna herbergi og 140€ fyrir einsmanns herbergi.

Andlát – Sl. fimmtudag andaðist á Kvennadeild Landspítalans ein af okkar traustustu félögum, Ásta Kristjana Jónsdóttir eftir stutta legu. Félagar í Golfklúbbnum Teigi senda eiginmanni Ástu, Guðmundi Þórði Agnarssyni félaga okkar og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur.

Næsti leikdagur – Þriðjudagurinn 23. október er næsti leikdagur klúbbsins. Við höfum samning fyrir 48 leikmenn. Skráning skal berast til Bergsveins Símonarsonar bergsveinn45@gmail.com fyrir fimmtudagskvöld.

El Valle 15. október 2018

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

Leave a Reply