Úrslit og myndir 10. nóv. 2022
Ágætu félagar, Hér koma úrslit í 4 manna Texas Scramble 10. nóv. 2022. Í fyrsta sæti var lið nr. 2, sem samanstóð af Sigurði Ólafssyni, Ragnheiði Nielsen, Sigurði Eggert og Daníel Erni. Nettóskor liðsins voru 48 högg. Í öðru sæti var lið nr. 8, sem samanstóð af Bergsveini Símonarsyni, Níels Karlssyni, Guðlaugi Jónssyni og Kristjáni Kristjánssyni. Nettóskor liðsins voru 52 högg. Myndir tók Svanberg Guðmundsson