Frá mótanefnd
Kæru félagar í Teigi, nú líður að áramótum og óskar mótanefndin ykkur öllum og fjölskyldum ykkar gleðilegs árs með þökk fyrir árið sem er að líða. Við hefjum golfspilun á Vistabella hinn 11. janúar 2022 og hefst mótaröð Teigs síðan hinn 1. febrúar og stendur út apríl og heldur síðan áfram í október og nóvember. Við leggjum land undir fót og höldum vormót sem verður væntanlega í Mojacar í vikunni eftir páska og síðan haustmót á sama stað í nóvember…