Rástímar, Vistabella 16. apríl 2021
Vinsamlega athugið að Slúttið er 24 apríl ekki 23,ritvinnslupúkinn á ferð
Ákveðið hefur verið að halda vetrarslútt hjá okkur í Golfklúbbnum Teigi þann 23 apríl n.k. þetta verður einfalt og hrátt í sniðum vegna Covid og verður þetta haldið á Helenubar í La Marina og byrjar kl.15.00 til kl.17.00,í boði verða snittur og vöfflur og drykkir að sjálfsögðu,þeir sem ætla að taka þátt vinsamlega skráið þáttökuna á Bergurbakari1@simnet.is sem fyrst,á dagskrá verður farið á handahlaupum yfir störf vetrarins og fleira.Annað mál er svo ferðin til Vestmannaeyja og Sumarmótið okkar þar(sjá annarstaðar á síðunni)vill ég biðja ALLA hvort sem þeir ætla að mæta eða ekki að tilkynna sína ákvörðun og hvers vegna þeir ætla að mæta og hversvegna ekki,þetta skiftir mjög miklu máli uppá næstu ferðaplön Teigs.Vill ég hvetja alla sem hafa fengið tölvupóst eða lesa þetta á síðunni að koma skilaboðunum til okkar, takk fyrir.
Vegna veðurs fellur golf niður á Vistabella í dag 09/04,næsti golfdagur er á þriðjudaginn 13/04 á La Marquesa og þar eru nokkur pláss laus.
Verðskrá Sumarmótsins í Eyjum er þannig að misjafnt er hvernig menn velja að ferðast þangað og hvort fólk velji eina nótt eða tvæt og hvort þú borðir pulsu eða steik,en tveggja manna herbergi kostar 25000 kr.pr.nótt og 15.000 f/einstakling Golfmót 5000.kr og Matarveislan 5000.kr.varðandi Herjólfsferðir munum við aðstoða við pantanir á miðum f/fólk og bíla,en minni enn og aftur á tímasetningu pantana og hvort fólk vill stoppa eina eða tvær nætur?
Fyrirhugað er að halda Sumarmót Teigs í Vestmannaeyjum 29 júni n.k.Allir þeir sem áhuga hafa á að mæta í Sumarmótið verða að hafa lokið skráningu og þar með pöntun þann 25 apríl n.k. vegna Hótel og Vallarpantana,meðlimir mega að sjálfsögðu taka með sér gesti,dagskrá: Mæting í Eyjum 28.júní og innskráning á Hótel allir eigi rólegt og gott kvöld og 29.júní mæting kl.09.00 í Golfskála,mótsgögn afhent og leikur hefst kl.10.00 og ræst út af öllum teigum.kl 18-19.Hátíðakvöldverður í Skála GV,verðlaunaafhending og gaman.30.júní er laus dagur sem fólk getur notað sér til skemmtunar og skoðunar,siglingar kringum Eyjar,Útsýnisferðir,Kajakferðir,Fiskasafnið og Mjaldrarnir skoðaðir,og ekki síst Gosminjasafnið skoðað eða farið í golf.Allir þeir sem áhuga hafa á að taka þátt vinsamlega hafið samband sem allra fyrst á netföngin:palleinars@hotmail.com og vellir3@gmail.com eða fyrir 25.apríl
Rástímar á Vistabella 09.04.’21 (Leiðrétt)
Eg vill minna alla á bókunarfrestina okkar,skráningu á Vistabella lýkur á miðnætti mánudags fyrir leik á föstudögum og skráningu á La Marquesa lýkur á miðnætti laugardags fyrir leik á þriðjudögum,og hana nú.
Urslit á Vistabella 02/04
Næstur holu Andrés Sigmundsson 2,04 1.sæti kvenna á 32 punktum Þuríður Jóhanns 2.sæti kvenna á 29 punktum Ragna Valdemarsdóttir 1.sæti karla á 36 punktum Andrés Sigmundsson(betri á seinni 9) 2.sæti karla Níels Karlsson á 36.punktum Minnum á La Marquesa nk Þriðjudag.