STARFSÁÆTLUN 2021
Sælir félagar, Búið er að setja Starfsáætlun ársins 2021 og upplýsingar um aukagolf í vor inn á vefinn (undir flipanum Mótaskrá).
Sælt veri fólkið og vonandi eru allir hressir og tilbúnir í næsta stríð eftir að þessum lokunum verður vonandi aflétt 1,mars n.k.Fyrsti leikdagur Teigs verður 1.mars á El Valle og er fyrsti rástími kl.10.33,við eigum skráða rástíma fyrir 24 svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst,næsti leikdagur er síðan föstudagurinn 5,mars og er fyrsti rástími kl.09.00,sjáumst golfglöð
Nefndin
Þá er það komið á hreint:Allt óbreytt næstu 2 vikurnar,jákvæði hlutinn er að smitunum fer hratt fækkandi,sjáum björtu hliðina á öllu þessu og borðum ekki súrt.
Enn og aftur sannast það að enginn er spámaður í eigin föðurlandi þegar tveir fulltrúar golfvalla hér á Spáni spáðu afléttingum á covid reglum sem ég greip á lofti og fór að bóka fólk í golf,nú er staðan þannig að enginn veit neitt enn nema það að það verður flest lokað áfram,hverju verður aflétt vitum við ekki en vonum að það verði golfbannið sem fýkur.
Þá er það ákveðið að við verðum að bíða með að spila golf til 15.febrúar,sem er nýjasta dagsetning lokana hér á svæðinu.Jólafríið var notað til að semja við GNK vellina í Murciu, El Valle og Hacienda Riquelme um að leika hjá þeim golf í febrúar,mars,apríl og maí (haustið er einnig umsamið) og verður leikið á mánudögum og eða þriðjudögum sitt á hvað á sitthvorum vellinum,verðin eru mjög góð betri en við þekkjum en frá þeim verður skýrt síðar(ekki hér),það er mín sannfæring að þarna sé um tvo frábæra velli og frábæra viðbót að ræða fyrir okkur,sem bjóða bæði gott verð og góða aðstöðu.
Stjórnin